Ísland vann til 25 verðlauna á HM
Fréttir

Ísland vann til 25 verðlauna á HM

Ísland vann til 25 verðlauna á HM íslenska hestsins sem lauk í Sviss í dag, auk þess að hampa liðabikarnum sem veittur er fyrir bestan samanlagðan árangur landsliðs.

Gullin urðu þrettán, silfrin tíu og bronsin tvö. Meðal hápunkta eru sigrar í slaktaumatölti fullorðinna, en þann titil hafa Íslendingar aldrei unnið áður, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum gerðu sér hins vegar lítið fyrir og unnu öruggan sigur í þeirri grein í morgun, voru efst fyrir öll atriði og hlutu í aðaleinkunn 8, 92.

Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið eftirsótta á hryssunni Kastaníu frá Kvistum, en hann hefur ófáa Íslands- og Landsmótsmeistara titlana unnið í tölti, en aldrei keppt í þeirri grein á HM áður. Hann nýtti tækifærið enda vel þegar það gafst og tryggði sér gullið með vel útfærði sýningu og einkunn upp á 8,56. Árni Björn sýndi líka tvö kynbótahross sem stóðu efst í sínum flokkum.

Jón Ársæll Bergmann var sá íslenski keppandi sem hlaut flest gullverðlaun í íþróttakeppninni. Hann vann gæðingaskeið og fimmgang í ungmennaflokki auk þess að vera samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum, þar sem lagður er saman árangur í töltgrein, fimmgangi og skeiðgrein.

Sjá má samantektarþætti frá mótinu í spilara RÚV þar sem farið er yfir öll helstu úrslit og spjallað við hestafólk héðan og þaðan úr heiminum, samkvæmt ruv.

Svipaðar vörur